Birt 5. desember, 2024
Uppfært búið er að finna öll skólaspjöld nema árið 1926 – 1927 við þökkum fyrir afar góðar viðtökur.
Skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 og alveg frá upphafi hafa verið gerð skólaspjöld eða bækur með myndum af nemendum skólans. Við samantekt á skólaspjöldum í eigu skólans kom í ljós að okkur vantar skólaspjöld fyrir sjö ár og óskum við því eftir aðstoð í leit okkar að eftirfarandi árum.
1926-1927
1941-1942
1954-1955
1955-1956
1964-1965
1965-1966
1975-1976
Hafir þú ábendingar um skólaspjald þá væri vel þegið að fá sendan tölvupóst á netfangið si.ragual@ragual
Árið 1930 – 1931 orti Laugamaðurinn Guðmundur Ingi Kristjánsson ljóðið Skólapjaldið og hér má lesa brot úr því ljóði.
Skólaspjaldið
Á stofuþili mínu er stór og falleg mynd
af stórum hóp af fólki í brúnni, sléttri grind.
Og andlit horfa þaðan á ýmsa vegu lík,
svo undarlega smá, en svo minningarík.
Og geymt í þessum myndum er Laugaskólans lið,
og líf í heilan vetur er bundið spjaldið við
með nám og leik og hugsun, með drauma, störf og dans,
einn dásamlegan vetur og minningar hans.