Íþróttahúsi breytt í tónlistarhöll

Birt 12. nóvember, 2024

Margur er knár þó hann sé smár

 

Söngkeppni Framhaldsskólans á Laugum sem nú er haldin í 18 skipti þann 16.nóvember næstkomandi. Samhliða söngkeppni framhaldsskólanema er einnig haldin söngkeppni grunnskólanema á svæðinu. Sérstaða Framahaldsskólans á Laugum er tvímælalaust smæð skólans því sameiningarkrafturinn sem myndast nemenda á milli þegar setja á upp einn af stærstu menningarviðburðum á Norðausturlandi er ákaflega eftirtektarverður.

 

 

Einingar fyrir vinnuframlag

 

En Tónkvíslin er svo miklu meira en bara söngkeppni því nemendur sjá alfarið um keppnina frá a – ö og fá einingar fyrir vinnuframlag sitt. Íþróttahúsinu  á Laugum er breytt í tónlistarhöll þar sem hinir ýmsu hópar koma að skipulagningu og undirbúningi fyrir aðalkvöldið. Hljómsveitin sem spilar undir bæði á æfingum fyrir keppnina og á sjálfu lokakvöldinu er einnig samansett af nemendum skólans. Ísold Assa og Huginn Ási eru framkvæmdarstjórar keppninnar í ár og sjá þau um að allt gangi upp því í mörg horn er að líta. Þetta eru raunveruleg verkefni sem þarf að finna lausn á sem ekki er hægt að finna í venjulegum kennslubókum.

 

 

Litli heimavistarskólinn á Laugum býr til risastórt kraftaverk

 

Við viljum hvetja alla til þess að mæta og sjá með eigin augum þetta flotta verkefni nemenda Framhaldsskólans á Laugum verða að veruleika þann 16.nóvember.

 

Verið hjartanlega velkomin á Laugar.

Deila