Mannréttindaskóli ársins 2023

Birt 2. maí, 2024

Á hverju ári blæs Íslands­deild Amnesty Internati­onal til herferð­ar­innar Þitt nafn bjargar lífi, sem er alþjóð­legt mann­rétt­inda­átak við að safna undir­skriftum til stuðn­ings tíu einstak­linga eða hópa sem þolað hafa mann­rétt­inda­brot.

Fastur liður í herferð­inni er fram­halds­skóla­keppni í undir­skrifta­söfnun, þar sem ungt fólk er hvatt til að beita sér í þágu mann­rétt­inda. Í ár tóku 23 fram­halds­skólar þátt og 6740 undir­skriftir söfn­uðust til stuðn­ings einstak­linga og hópa fyrir Þitt nafn bjargar lífi. 

Verð­launin Mann­rétt­inda­skóli ársins eru veitt í tveimur flokkum, fyrir flestar safn­aðar undir­skriftir og fyrir hlut­falls­lega flestar undir­skriftir miðað við nemenda­fjölda. Sigur­veg­arar keppn­ar­innar í ár voru Kvenna­skólinn í Reykjavík með flestar undir­skriftir og Fram­halds­skólinn á Laugum með flestar undir­skriftir miðað við nemenda­fjölda. 

Íslands­deild Amnesty Internati­onal veitti verð­launin í síðustu viku og óskar skól­unum inni­lega til hamingju. 

Hver undir­skrift skiptir máli!  

Deila