Brautskráning 14. maí

Brautskráning nýstúdenta fer fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum, laugardaginn 14. maí klukkan 14:00. Við bjóðum ykkur öll hjartanlega velkomin að gleðjast með okkur og þiggja kaffiveitingar að athöfn lokinni í matsal skólans. Aðalfundur hollvinasamtakanna Vinir Laugaskóla fer fram í íþróttahúsinu klukkan 17:00. Velunnarar skólans eru hvattir til að mæta á þann fund.

Síðustu dagarnir á vorönn

Nemendur Laugaskóla eru farnir heim í sumarfrí eftir annasama önn. Síðastliðin vika var virkilega fjörleg. Uppskeruhátíð nemendafélagsins var haldin 4. maí. Á Uppskeruhátíðinni fer stjórn nemendafélagsins yfir viðburði vetursins og tilkynnir nýja stjórn 2022-2023.Við þökkum fráfallandi stjórn nemendafélagsins fyrir vel unnin störf í vetur. Hrólfur Jón tók við embætti forseta nemendafélagsins af Jóni Vilbergi. Ólöf Jónsdóttir tók við embætti varaforseta Lesa áfram →

Fréttapakki frá Laugum

Söngkeppni Framhaldsskólanna fór fram á Húsavík þann 3.apríl síðastliðinn og fyrir hönd framhaldsskólans á Laugum keppti Dagbjört Nótt Jónsdóttir með laginu Í fjarlægum skugga. Dagbjört stóð sig með prýði og voru nemendur og starfsmenn stoltir af sinni konu! Síðastliðnar vikur hafa verið þétt skipaðar í Laugaskóla. Keppnin „Laugadraumurinn“ náði hæstu hæðum í vikunni fyrir páskafrí, en keppnin gengur út á Lesa áfram →

Tónkvíslin 19. mars 2022

Tónkvíslin fer fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og hægt verður að kaupa miða á staðnum. Hún verður með aðeins smærri sniðum í ár en þrátt fyrir það verður keppnin ótrúlega flott og góð þátttaka meðal keppenda. Í ár verða 12 atriði frá Laugaskóla og 5 atriði úr grunnskólum hér í kring. Dómarar verða Einar Óla, Arnþór Þorsteinsson og Sesselja Ólafsdóttir. Lesa áfram →

Minnum á jöfnunarstyrkinn!

Viljum minna á að umsóknarfrestur vorannar 2022 er til og með 15. febrúar n.k. ef námsmaður ætlar að fá fullan námsstyrk. Ef námsmaður sækir um eftir 15. febrúar að þá skerðist styrkurinn um 15%. Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa Lesa áfram →

Skólastarfið í vikunni

Í dag hófst skólastarf á ný eftir erfiða daga. Nemendur byrjuðu daginn á skólafundi með Bjössa skólameistara klukkan 9:15 í morgun, þar sem farið var yfir skipulag næstu daga. Við gerum ráð fyrir því að skólastarf verði með eins hefðbundnum hætti og aðstæður leyfa. Við fáum áfram utanaðkomandi aðstoð og leggjum mikla áherslu á samveru eftir að skóladegi lýkur í Lesa áfram →

Sorgarfréttir frá Laugaskóla

Sá hörmulegi atburður átti sér stað þann 2. febrúar sl. að nemandi okkar varð fyrir bíl og lést. Við erum öll harmi slegin vegna málsins og syrgjum góðan félaga og vin. Við höfum fengið góðan stuðning frá öllu skólasamfélaginu á Íslandi og hefur Rauði krossinn auk námsráðgjafa, sálfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga séð um áfallahjálp fyrir nemendur og starfsmenn. Séra Þorgrímur, Lesa áfram →

Nýtt ár og undirbúningur fyrir Gettu betur !

Fyrsti skóladagur ársins er genginn í garð og nemendur komnir í gírinn eftir gott jólafrí. Vegna stöðu Covid faraldursins höfum við þurft að herða sóttvarnarreglur í skólanum, en til dæmis báðum við nemendur um að taka hraðpróf áður en þau kæmu í skólann, ásamt því að bera grímu þar sem ekki er hægt að passa upp á eins metra fjarlægð. Lesa áfram →

Jólastemning í Laugaskóla

Jólastemningin er svo sannarlega komin í Laugaskóla. Nemendur föndruðu saman jólaskraut í vikunni, ásamt því að taka þátt í undirskriftasöfnun Amnesty International. Í gær, fimmtudag, kom Bjarney frá Aflinu á Akureyri og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsmenn. Aflið er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Hægt er hafa samband við Aflið með því að senda póst á moc.liamg@iryerukadilfa, en allar Lesa áfram →

Nýr áfangi í íslensku slær í gegn

Image

 
 
Á degi íslenskrar tungu stóðu nemendur fyrir frábærri sýningu um Vesturferðir Íslendinga og vesturíslensku.Þetta er í annað sinn sem þessi íslenskuáfangi er kenndur við Framhaldsskólann á Laugum.Námið byggir á miklum lestri um Vesturferðirnar á 19.öld, vesturíslensku, menningu og hefðum, tvítyngisstefnu, erfðamálum ásamt mörgu öðru, því af nógu er að taka.Þjóðræknisfélag Íslendinga veitti þessum áfanga styrk, við fengum bókagjafir frá nokkrum aðilum og Úlfar Bragason kom og hélt fyrirlestur um vesturíslensku.
 
Í áfanganum eru 28 nemendur og hafa verkefnin verið sniðin að þörfum og áhuga hvers og eins.Þar má helst nefna vínartertubakstur, útgáfu Vesturblaðsins, bók um reynsluheim kvenna, „Svo fóru þær vestur – Saga kvenna til Vesturheims“ sem byggir m.a. á upplýsingum frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi, barnabók, tímaás, vesturíslensku og erfðamál, yfirlit um fólksflutninga frá ýmsum svæðum og svo mætti lengja telja.
Myndirnar tala sínu máli, eintóm gleði og sköpun

 

Ragna íslenskukennari fékk blóm að gjöf frá nemendum fyrir frábæran áfanga og skemmtilega kennslu sem allir voru yfir sig ánægðir með. 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri

25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

Image

Þann 15. maí síðastliðinn voru 25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum. Vegna samkomutakmarkana gátu bara nýstúdentar og nánustu aðstandendur þeirra verið viðstaddir athöfnina auk starfsmanna.

Við athöfnina fengu Hanna Sigrún Helgadóttir og Olga Hjaltalín Ingólfsdóttir kennarar við skólann silfurmerki hans fyrir tíu ár í starfi. Nýstúdentar fengu að venju viðurkenningar fyrir námsárangur, félagsstörf og önnur góð verk við skólann.

Hæstri meðaleinkunn á stúdentesprófi 2021, 8,08, náði Stefán Óli Hallgrímsson og er dúx Framhaldsskólans á Laugum þetta árið.

25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

25 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum

Brautskráning nýstúdenta fer fram á laugardaginn

Image

Laugardaginn 15. maí kl. 14:00 fer fram brautskráning nýstúdenta við Framhaldsskólann á Laugum.

Vegna samkomutakmarkana geta einungis útskriftarnemar og nánustu aðstandendur verið viðstaddir, en að öðru leiti verður brautskráningin með hefðbundnu sniði. Áhugasamir geta fylgst með streymi frá athöfninni á Facebook síðu skólans www.facebook.com/laugaskoli og hefst streymið rétt fyrir kl. 14.

Sýningar nemendafélagins á Bugsy Malone

Image

Um helgina fóru fram sýningar nemendafélagins á Bugsy Malone – Bugsy fullorðinn. Sýningarnar heppnuðust mjög vel og var aðsókn með ágætum. Húsið okkar sem við köllum “Þróttó” fékk nýlega endurbætur að innan og var aðstaða til sviðslista bætt. Hér má sjá upptöku af lokasýningu Bugsy Malone – Bugsy fullorðinn sem fór fram í gær 2. maí 2021: https://www.youtube.com/watch?v=Vrvx5ebhPGc