Góðir gestir

Birt 17. apríl, 2024

Í apríl fékk skólinn heimsókn frá hollenskum skóla, Matrix Lyceum, sem er skóli fyrir nemendur með sérþarfir á aldrinum 12-19. Um var að ræða 20 manna hóp starfsmanna sem ferðaðist um landið og kynnti sér skóla og hvernig þeir þjónustuðu nemendur með sérþarfir. Dvöldu þeir í Laugaskóla í rúma tvo tíma og spjölluðu við nemendur og skólameistara.

Einnig fengum við eldri borgara úr Þingeyjarsveit í heimsókn sem borðuðu með okkur og fengu kynningu á lýðfræði ásamt því að kerfisstjóri og nemendurnir Arndís Inga og Jón Aðalsteinn sáu um tónlist og söng.

 

Deila