Tónkvíslin 19. mars 2022

Tónkvíslin fer fram laugardaginn 19. mars næstkomandi og hægt verður að kaupa miða á staðnum. Hún verður með aðeins smærri sniðum í ár en þrátt fyrir það verður keppnin ótrúlega flott og góð þátttaka meðal keppenda. Í ár verða 12 atriði frá Laugaskóla og 5 atriði úr grunnskólum hér í kring. Dómarar verða Einar Óla, Arnþór Þorsteinsson og Sesselja Ólafsdóttir. Veglegir vinningar eru í boði eins og alltaf, en fyrir …Lestu áfram

Minnum á jöfnunarstyrkinn!

Viljum minna á að umsóknarfrestur vorannar 2022 er til og með 15. febrúar n.k. ef námsmaður ætlar að fá fullan námsstyrk. Ef námsmaður sækir um eftir 15. febrúar að þá skerðist styrkurinn um 15%. Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Fjarnám er ekki styrkhæft. Dreifnám er aðeins styrkhæft ef nemendur þurfa að koma í skólann a.m.k. 50% af dagafjölda nemenda sem …Lestu áfram

Minningarathöfn – Kristinn Aron

Þann 2. febrúar sl. lést Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson af slysförum. Nemendur, starfsfólk og vinir Kidda ætla að minnast hans í matsal skólans klukkan 14:00, föstudaginn 11. febrúar. Séra Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur mun leiða minningarathöfnina og boðið verður upp á kaffiveitingar á eftir.