Nýr áfangi í íslensku vekur athygli

Á haustönn 2020 var kenndur nýr áfangi í íslensku um Vesturferðir Íslendinga með áherslu á vesturíslensku, þar sem menning og tungumál vestra í Nýja Íslandi var aðalviðfangsefnið. Námið var mjög fjölbreytt og verkefnavinna skapandi. Góðum tengslum var komið á milli aðila í Kanada og nemenda hér á Laugum þar sem ýmiss konar efni barst okkur og má þar helst nefna heimsókn í New Iceland Heritage Museum með aðstoð netmiðla og upptökur frá Vestur-Íslendingum um æskuminningar forfeðra þeirra í nýju landi.

Í október sl. var svo ákveðið að baka vínartertuna, þjóðarrétt Vestur-Íslendinga, í nær 150 ár, sem vakti mikla lukku, sem greint var frá á vefsíðu Þjóðræknisfélags Íslendinga. Í samskiptum við Vestur-Íslendinga og Þjóðræknisfélag Íslendinga höfum við fengið lof fyrir áhuga á sögu Vestur-Íslendinga og það vakti einnig ánægju þegar okkur barst nú á dögum bréf frá Kanada með frétt sem birtist í Lögberg – Heimskringla um Vinartertuna og áfangann: Icelandic students learn about the emigration and vínarterta.  

Deila