Páskaleyfi

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum fara í páskaleyfi að loknum vinnudegi föstudaginn 26. mars. Skólinn og skrifstofur hans verða lokaðar í Dymbilvikunni og fram yfir páska.

Kennsla hefst aftur mánudaginn 12. apríl og heimavistir opna aftur sunnudaginn 11. apríl kl. 13:00 leyfi gildandi sóttvarnarreglur það. Nemendur og forráðamenn munu fá tölvupóst með nánari útskýringum og leiðbeiningum þegar ljóst verður hvaða sóttvarnarreglur gilda um skólastarf eftir páska. Alltaf er hægt senda póst á netfangið laugar@laugar.is og verður þeim svarað eins fljótt og auðið er. Ef málið þolir enga bið er fólki bent á að hringja í símanúmerið 848-3242. Við vonum að allir fari varlega, hugi að einstaklingsbundnum smitvörnum og njóti páskaleyfisins. Við hlökkum til að hitta ykkur aftur eftir páska.

Deila