Komdu í Laugar

Komdu í Laugar  „Framhaldsskólinn á Laugum er öðruvísi en margir aðrir framhaldsskólar, vegna námskerfisins og í raun og veru er stundartaflan breytileg frá viku til viku“, segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum „Ef þú ert að velta fyrir þér hvað þú ætlar að gera næsta vetur, þá er svarið einfalt: Komdu í Laugar!“                                   …Lestu áfram

Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð nemanda var haldin með pomp og prakt í Ýdölum laugardaginn 9. Mars.  Öll umgjörð var hin glæsilegasta, dúkalögð borð, góður matur og frábær skemmtiatriði. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Agnes Lebeaupin tók fyrir nemendafélagið.    

Nemendur Laugaskóla unnu Lífshlaupið 2024

Framhaldsskólinn á Laugum skráði sig til leiks í Lífshlaupið 2024 sem fór fram í febrúar.  Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það markmið að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega. Nemendur Laugaskóla tóku þátt í framhaldskólakeppninni sem er fyrir 16 ára og eldri og stóð hún yfir í 2 vikur.   Boðið var upp á fræðslu og daglega hreyfingu á skólatíma eins og boltanudd, …Lestu áfram