Þorrablót Framhaldsskólans á Laugum

Þorramatur af bestu gerð

Hið árlega þorrablót Framhaldsskólans á Laugum var haldið fimmtudaginn 25.janúar í matsal skólans. Starfsfólk mötuneytis bauð upp á dýrindis þorramat og Pétur Ingólfsson spilaði undir þegar nemendur og starfsmenn ásamt mökum þeirra sungu saman Laugamannasönginn og Þorraþræl við góðar undirtektir.

Félagsvist og spurningaleikur

Tíu keppendur tóku síðan þátt í spurningaleik sem Bjössi skólastjóri stóð fyrir og fyrsta sætið í þeirri keppni hlaut Elísa Hrönn. Kvöldinu lauk síðan með félagsvist þar sem verðlaun voru veitt fyrir efstu sætin. Sigurvegarar kvöldsins voru þau Sara Margrét og Hafþór sem lentu í efsta sætum karla og kvenna.

Nemandi: Díana Sól Jakobsdóttir 

                              

Deila