Nemendur Laugaskóla unnu Lífshlaupið 2024

Framhaldsskólinn á Laugum skráði sig til leiks í Lífshlaupið 2024 sem fór fram í febrúar. 
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands með það markmið að hvetja alla landsmenn til að hreyfa sig daglega.
Nemendur Laugaskóla tóku þátt í framhaldskólakeppninni sem er fyrir 16 ára og eldri og stóð hún yfir í 2 vikur.
 
Boðið var upp á fræðslu og daglega hreyfingu á skólatíma eins og boltanudd, endurskinsratleik, skotbolta, körfubolta, dans og margt fleira.
Í dag komu verðlaunaplattar í hús! Nemendur Laugaskóla unnu 1. sæti bæði í dögum og mínútum!  Við erum afar stolt af okkar nemendum.
 
Deila