Dans og vöfflur

Image

Dagbók kerfisstjóra. Það var ilmur af vöfflum og dansmúsík sem bárust inn á skrifstofu undirritaðs nú rétt í þessu. Hvað var um að vera? Ég hljóð af stað að athuga málið og fljótlega hóp nemenda í vinnustofu dansandi. Þaðan kom músíkin. Þá var næst að finna upptök vöffluilmsins. Leiðin lá inn í eldhús skólans þar sem ég fann Kristján og Siggu í vöfflubakstri. Svona er lífið á Laugum 🙂

Laugaskóli á Íslandsmóti

Image

Laugaskóli tekur þátt í Íslandsmótinu í blaki þennan veturinn. Liðið er skráð í 3. Deild karla þar sem spilaðar eru þrjár umferðir á þremur helgarmótum í vetur. Fyrsta mótið fór fram um síðustu helgi og var mótið haldið á Ólafsfirði. Í liðinu voru að þessu sinni:

Sigurður Jóhannsson, 3. ári
Haukur Sigurjónsson, 2. ári
Árni Fjalar Óskarsson, 1. ári
Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, 10. bekk

ásamt þeim:

Sigurbirni Árna, skólameistara
Hnikari, íþróttakennara
Guðmundi Smára, raungreinakennara

Liðið spilaði fimm leiki á tveim dögum og vannst sigur í þremur af þessum leikjum en tveir töpuðust. Liðið er því í 3. sæti í deildinni að lokinni 1. umferð, en alls eru 6 lið í deildinni.

Næsta umferð verður leikin á Álftanesi í janúar og sú síðasta í Kópavogi um miðjan mars.

Framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019

Image

Ráðnir hafa verið framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019. Framkvæmdastjórar Tónkvíslarinnar eru Guðrún Helga Ástudóttir og Kristjana Freydís Stefánsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem samvirk forysta tveggja framkvæmdastjóra mun leiða Tónkvíslina. Tónkvíslin er söngkeppni sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum í samvinnu við skólann frá árinu 2006.

Til hamingju með afmælið

Image

Þann 10. júní sl. varð Andri Hnikarr Jónsson íþróttakennari við skólann, fertugur. Starfsmenn Laugaskóla heiðruðu Hnikarr í morgun með heimagerðum tertum og sætabrauði. Til óskum Hnikari til hamingju með áfangann.