Fyrsta Smash Bros Ultimate leikjamót norðurlands
Fyrir tilstilli fyrrverandi nemanda skólans Valdemars Hermannsonar var fyrsta Smash Bros Ultimate leikjamót norðurlands haldið í einni af kennslustofu Framhaldsskólans á Laugum. Mæting var afar góð og spilarar af öllu landinu mættu til að taka þátt, sem og nokkrir sem stunda nám við Framhaldsskólann á Laugum.