Góðir gestir

Í apríl fékk skólinn heimsókn frá hollenskum skóla, Matrix Lyceum, sem er skóli fyrir nemendur með sérþarfir á aldrinum 12-19. Um var að ræða 20 manna hóp starfsmanna sem ferðaðist um landið og kynnti sér skóla og hvernig þeir þjónustuðu nemendur með sérþarfir. Dvöldu þeir í Laugaskóla í rúma tvo tíma og spjölluðu við nemendur og skólameistara. Einnig fengum við eldri borgara úr Þingeyjarsveit í heimsókn sem borðuðu með okkur …Lestu áfram

Kjörsviðsbraut

Á kjörsviðsbraut er lögð áhersla á gott almennt nám með sérstaka áherslu á góða þekkingu á sérsviði að eigin vali. Að loknu námi eiga nemendur að hafa góða undirstöðuþekkingu á áðurnefndu sérsviði og vera færir um að nýta sér hana við margvísleg verkefni og til frekara náms.   Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson er á kjörsviðbraut Framhaldsskólans á Laugum og hann valdi sér tónlist sem kjörsvið. Hlustaðu á Jón Aðalstein hér fyrir …Lestu áfram

Komdu í Laugar

Komdu í Laugar  „Framhaldsskólinn á Laugum er öðruvísi en margir aðrir framhaldsskólar, vegna námskerfisins og í raun og veru er stundartaflan breytileg frá viku til viku“, segir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum „Ef þú ert að velta fyrir þér hvað þú ætlar að gera næsta vetur, þá er svarið einfalt: Komdu í Laugar!“                                   …Lestu áfram

Vel heppnuð árshátíð

Árshátíð nemanda var haldin með pomp og prakt í Ýdölum laugardaginn 9. Mars.  Öll umgjörð var hin glæsilegasta, dúkalögð borð, góður matur og frábær skemmtiatriði. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem Agnes Lebeaupin tók fyrir nemendafélagið.