Kærleikur frá Laugaskóla

SSNE (Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi Eystra) eru að vinna að SAMNOR kynningarefni fyrir framhaldsskóla á Norðurlandi. Þetta er skemmtilegt verkefni og okkur þykir gaman að taka þátt í því. Í gær kom Jón Tómas, tökumaður, frá auglýsingastofunni Eyrarlandi og tók upp efni fyrir Laugaskóla. Nemendur og starfsfólk voru mjög samvinnuþýð í þessu verkefni og meðal annars fóru út og mynduðu stórt hjarta á torginu. SAMNOR samanstendur af Framhaldsskólanum …Lestu áfram

Fyrsta vikan á nýju skólaári

Skólinn var settur sunnudaginn síðastliðinn í Íþróttahúsinu á Laugum. Sama dag opnuðu vistirnar og nýnemar og eldri nemendur streymdu að með búslóðina í eftirdragi. Fyrsta vikan í framhaldsskólanum á Laugum köllum við Brunn og er að venju samkvæmt óhefðbundin kennsla þá vikuna. Á mánudaginn var sett upp þrautabraut á skólalóðinni, þar sem nemendur skemmtu sér við hinar ýmsu þrautir. Á þriðjudaginn fóru nemendur í gönguferð í blíðskaparveðri, þar sem þau …Lestu áfram

Stundatöflulaus skóli!

Náms- og kennsluumhverfi og aðferðir við Framhaldsskólann á Laugum er í stöðugri þróun. Nú á haustönn 2022 verður tekið enn eitt skrefið til framþróunar. Hefðbundnar stundatöflur verða lagðar til hliðar en allir nemendur verða með samfelldan vinnudag og skráðir í vinnustofu tíma allan skóladaginn. Eitt af markmiðum þróunarverkefnisins er að kennsla færist enn frekar í átt að vendikennslu. Áhersla er lögð á að hafa námsefni og leiðbeiningar að sem mestu …Lestu áfram

Skólabyrjun

Image

Nú fer að líða að skólabyrjun en skólinn verður settur kl. 18:00 sunnudaginn 28. ágúst. Heimavistir opna kl. 13:00 þann dag. Við á Laugum eru orðin spennt fyrir að fá okkar gömlu nemendur aftur sem og að kynnast nýjum nemendum. Í þessari viku ættu allir nemendur að fá bréf í tölvupósti með helstu upplýsingum, t.a.m. það sem þeir þurfa að hafa með sér, þvottanúmer, herbergi og herbergisfélagi o.s.frv. Bókalisti mun koma hér inn á heimasíðuna (undir námið) fljótlega þar á eftir. Þar eru bækurnar sem notaðar eru í hverjum áfanga taldar upp undir áfangaheitinu (t.d. DANS2AT05) nema að bækur almennrar brautar eru taldar upp undir Almenn braut. Nemendur og foreldrar geta farið inn á Innu (inna.is) og skráð sig inn með rafrænum skilríkjum til að sjá hvað áfanga þeir eiga að taka núna í haust og útvega sér þá þær bækur sem eru taldar upp undir þeim áföngum á bókalistanum. Ef spurningar vakna má alltaf hringja í 464-6300 eða senda tölvupóst á si.ragual@ragual.

Hlökkum til að sjá ykkur og samstarfsins næsta vetur.

Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Skólameistari