Nýtt ár og undirbúningur fyrir Gettu betur !

Birt 10. janúar, 2022

Fyrsti skóladagur ársins er genginn í garð og nemendur komnir í gírinn eftir gott jólafrí. Vegna stöðu Covid faraldursins höfum við þurft að herða sóttvarnarreglur í skólanum, en til dæmis báðum við nemendur um að taka hraðpróf áður en þau kæmu í skólann, ásamt því að bera grímu þar sem ekki er hægt að passa upp á eins metra fjarlægð.

Við vonum að þessar reglur hafi ekki mjög truflandi áhrif á okkar góða skóla og félagslíf nemenda. 

Við hvetjum alla til að fylgjast með okkar skóla keppa í Gettu Betur í kvöld, kl. 19:00, á streymi á RÚV.is. Þetta er fyrsta umferðin í keppninni í ár en við keppum í kvöld á móti Framhaldsskólanum í Breiðholti. Okkar lið samanstendur af Hrólfi Jóni Péturssyni, Nikolu Maríu Halldórsdóttur, Ólöfu Jónsdóttur, Guðnýju Ölmu Haraldsdóttur (varamanni) og Hilmari Erni Sævarssyni (þjálfara og varamanni)

Við óskum þeim góðs gengis í kvöld! 

 

Deila