Jólastemning í Laugaskóla

Jólastemningin er svo sannarlega komin í Laugaskóla. Nemendur föndruðu saman jólaskraut í vikunni, ásamt því að taka þátt í undirskriftasöfnun Amnesty International.

Í gær, fimmtudag, kom Bjarney frá Aflinu á Akureyri og hélt fyrirlestur fyrir nemendur og starfsmenn. Aflið er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Hægt er hafa samband við Aflið með því að senda póst á moc.liamg@iryerukadilfa, en allar upplýsingar um starfsemina má finna á heimasíðu þeirra.

Nóg er að gera hjá nemendum, en þeir eru á fullu að klára síðustu metrana á önninni. Kennsla verður út næstu viku, fram að hádegi, föstudaginn 17. desember. 

Deila