Fyrsti snjór vetrarins á Laugum féll sl. nótt og fagurt um litast í morgun.
Í lok dags hittust nemendur og starfsmenn í Þróttó vegna dags gegn eineltis. Ásta námsráðgjafi og Olga enskukennari höfðu veg og vanda af fundinum. Ásta fór yfir einkenni og afleiðingar eineltis, einnig kynnti hún viðbragðsáætlun skólans við einelti. Nemendur Olgu kynntu verkefni sem þau höfðu unnið um neteinelti.
Fyrsti snjór vetrarins á Laugum féll sl. nótt og fagurt um litast í morgun.
Dagana 21-29. október, í vetrarfri Framhaldskólans á Laugum fóru nemendur flestir til síns heima en starfsfólk brá sér til Alicante á Spáni. Þar fræddust þeir um notkun snjalltækja í kennslu, núvitund, slökunaraðferðir og fleira. Tími gafst til skoðunarferða og skemmtana, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nemendur gengu til kosninga í dag. Á kjörskrá voru allir staðarnemendur skólans. Niðurstöður skuggakosninga verða ekki birtar fyrr en eftir að niðurstöður liggja fyrir í alþingiskosningum 28. október.