Tölvugögnum eytt við námslok

Tölvukerfi skólans notast við Office 365 frá Microsoft frá og með hausti 2014. Þegar nemandi hættir námi við skólann er aðgangi hans eytt ásamt öllum gögnum og tölvupósti.

Nemendur þurfa því að taka afrit af þeim gögnum sem þeir vilja eiga þegar önn lýkur.

Nemandi þarf ekki að eyða eða taka til á svæðinu, það gerist sjálfvirkt þegar kerfisstjóri eyðir því.