Hressbikarinn

Image

WC Riben liðið skipuðu; Ragnar, Óliver, Leon, Benedikt og Dagný.

Þriðja umferðin í Hressbikarnum 2018 fór fram í gær. Keppt var að þessu sinni í bandý og mættust á ný liðin WC Riben og Englarnir. Bandý er klárlega í miklu uppáhaldi hjá WC Riben því skemmst er frá því að segja að liðið vann öruggan 10 – 0 sigur og er þar með enn með fullt hús stiga í heildarstigakeppninni. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir sigur liðsins þetta árið. Síðasta umferð keppninnar fer fram næsta þriðjudag en þá verður keppt í blaki.

Hressbikarinn 2018 – Badminton

Image

Keppendur á mynd: Ragnar, Dagný og Benedikt

Keppni í Hressbikarnum 2018 hélt áfram í vikunni þar sem keppt var í badminton. Aftur var það lið WC Riben sem stóð uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu við lið Englanna. Keppt var í einliðaleikjum karla og kvenna og síðan í tvenndarleik. WC Riben hafði sigur í öllum viðureignunum og vann því 3 – 0 sigur.  Á næsta þriðjudag verður keppt í bandý og svo endar keppnin í blaki í byrjun desember.

Hressbikarinn 2018 – WC Riben

Image

WC Riben liðið skipuðu; Ragnar, Óliver, Leon, Benedikt og Dagný.

 

Keppnin um “Hressbikarinn 2018” hófst í gær á battafótbolta. Um er að ræða stigakeppni liða sem nemendur búa sér til sjálfir og er þemað að þessu sinni B-íþróttir. Næstu 3 þriðjudaga verður keppt í badminton, bandý og blaki þar sem samanlagður árangur í öllum greinum ræður úrslitum.

Í battafótboltanum í gær sigraði liðið WC Riben og náði sér þannig í 10 stig í heildarstigakeppninni.

Næsta keppni er, eins og áður segir, badminton þriðjudaginn 20. nóvember þar sem keppt verður í einliðaleikjum karla og kvenna auk tvenndarleiks.

Gamla laugin fær gólf

Image

Gamla innisundlaugin á Laugum, sú elsta sinnar tegundar á landinu, var byggð 1925 og gegndi mikilvægu hlutverki í nærfellt áttatíu ár þar til árið 2005 að vígð var ný útisundlaug sunnan við íþróttahúsið. Síðan þá hefur gamla innisundlaugin verið notuð sem félagsaðstaða og kennslustofa. Nýlega var ákveðið að smíða gólf í laugina til að auka notkunarmöguleika rýmisins. Á meðfylgjandi mynd sjást þeir bræður Kristján og Sigurður Hlynur Snæbjörnssynir ásamt Jóni Sverri Sigtryggssyni leggja lokahönd á teppalagningu í lauginni gömlu.

Dans og vöfflur

Image

Dagbók kerfisstjóra. Það var ilmur af vöfflum og dansmúsík sem bárust inn á skrifstofu undirritaðs nú rétt í þessu. Hvað var um að vera? Ég hljóð af stað að athuga málið og fljótlega hóp nemenda í vinnustofu dansandi. Þaðan kom músíkin. Þá var næst að finna upptök vöffluilmsins. Leiðin lá inn í eldhús skólans þar sem ég fann Kristján og Siggu í vöfflubakstri. Svona er lífið á Laugum 🙂

Laugaskóli á Íslandsmóti

Image

Laugaskóli tekur þátt í Íslandsmótinu í blaki þennan veturinn. Liðið er skráð í 3. Deild karla þar sem spilaðar eru þrjár umferðir á þremur helgarmótum í vetur. Fyrsta mótið fór fram um síðustu helgi og var mótið haldið á Ólafsfirði. Í liðinu voru að þessu sinni:

Sigurður Jóhannsson, 3. ári
Haukur Sigurjónsson, 2. ári
Árni Fjalar Óskarsson, 1. ári
Guðmundur Gígjar Sigurbjörnsson, 10. bekk

ásamt þeim:

Sigurbirni Árna, skólameistara
Hnikari, íþróttakennara
Guðmundi Smára, raungreinakennara

Liðið spilaði fimm leiki á tveim dögum og vannst sigur í þremur af þessum leikjum en tveir töpuðust. Liðið er því í 3. sæti í deildinni að lokinni 1. umferð, en alls eru 6 lið í deildinni.

Næsta umferð verður leikin á Álftanesi í janúar og sú síðasta í Kópavogi um miðjan mars.

Framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019

Image

Ráðnir hafa verið framkvæmdastjórar Tónkvíslar 2019. Framkvæmdastjórar Tónkvíslarinnar eru Guðrún Helga Ástudóttir og Kristjana Freydís Stefánsdóttir. Þetta er í fyrsta skipti sem samvirk forysta tveggja framkvæmdastjóra mun leiða Tónkvíslina. Tónkvíslin er söngkeppni sem hefur verið haldin af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum í samvinnu við skólann frá árinu 2006.

Fulltrúi FL í framkvæmdastjórn SÍF

Image

 Daníel Þór Samúelsson nemandi á íþróttabraut hlaut kosningu í framkvæmdastjórn SÍF á aðalþingi SÍF nú um síðastliðna helgi. Við á Laugum erum afar stolt af Daníel og ánægð með að skólinn eigi fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Við óskum Daníel og SÍF alls hins besta á komandi vetri og erum spennt fyrir samstarfinu.