Nýstúdentar brautskráðir

Image

Birt 22. maí, 2019

Laugardaginn 18. maí voru 24 nýstúdentar brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum í frábæru veðri.

Tveir nemendur útskrifuðust af íþróttabraut, þrír af náttúruvísindabraut, átta af félagsvísindabraut og 11 af kjörsviðsbraut af jafnmörgum kjörsviðum sem voru búfræði, menntunarfræði, tónlistarflutningur, náttúrufræði, sjúkraliði, forritun, rafvirkjun, hússtjórn, kvikmyndagerð, stálsmíði og söngur. Leon Ingi Stefánsson útskrifaðist með hæstu einkunn nýstúdenta með einkunnina 8,27 og fékk bókagjöf frá Jarðböðunum við Mývatn. Leon hlaut einnig niðurfellingu skólagjalda í HR haustið 2019 fyrir árangur sinn í raungreinum.

Rúmlega 300 manns voru við athöfnina og settu fjölmennir eldri útskriftarárgangar svip sinn á samkomuna, héldu ræður og færðu skólanum gjafir. Var þar bæði um að ræða eldri gagnfræðinga sem og stúdenta. Að athöfn lokinni var kaffisamsæti í Gamla skóla.

Laugaskóli óskar öllum nýstúdentum til hamingju með áfangann og þakkar öllum sem sóttu hann heim fyrir komuna og hlýhug til skólans.

Deila