Laugadraumurinn

Birt 17. október, 2025

Laugadraumurinn byrjaði á þriðjudaginn í þessari viku og verður til sunnudags, en um er að ræða áskorunarkeppni á milli vista hér á Laugum sem hermir eftir þáttaröðum á borð við Asíska drauminn. Keppnin byggist á að hver vist safnar stigum út frá áskorunarlista sem er gefinn út fyrir Laugadrauminn. Tvær vistir keppa saman en allir á vistunum mega taka þátt. Laugadraumurinn er haldinn tvisvar sinnum á hverju skólaári. Skemmtanastjórinn og nemendafélagsstjórnin sér um Laugadrauminn. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin skiptast.  

Vistirnar sem eru að keppa 

Efri og neðri Tröllasteinn, miðju Trölla og Álfasteinn, Fjall og utan vist.

Dæmi á áskorunum 

Vera í skíðaskóm allan daginn. 

Raka helminginn af hárinu og lita hinn.

Synda yfir tjörnina. 

Spyrja ókunnugan hvað upáhaldslagið þeirra er  og hlusta á það 20 sinnum. 

Fá að afgreiða einhvern í Dalakofanum.

Pósta tiktoki og fá 500 likes. 

Syngja óperu á almannafæri í minnsta lagi 1 mín.

Láttu eins og einhver á götunni sé frægur og taktu selfie.      

Standa á höndum í Vaðlaheiðagöngunum  í 10 sek – EKKI Á VEGINUM. 

 

Myndir af nemendum að taka þátt í hinum ýmsu þrautum Laugadraumsins.

 

Meira um Laugardraumin 

Keppendur komast oft mikinn keppnisham og fara reglulega út fyrir þægindarammann.  

Fjall og utanvist hafa oftast unnið Laugardrauminn en það er líklegt að Miðtrölla og Álfa vinni þennan hluta, miðað við hvernig stigin standa núna. Á næstu önn er svo seinni hluti keppninnar og við fréttum ábyggilega meira um það þegar að því kemur. 

 

 Fréttaskrif: Arna Huld Jóhannesdóttir & Magnþóra Rós Reykjalín Guðmundsdóttir 

 

 

Deila