Íþróttalíf í Framhaldsskólanum á Laugum

Birt 6. október, 2025

Íþróttir og hreyfing eru í lykilhlutverki 

Framhaldsskólinn á Laugum er lítill heimavistarskóla með rúmlega um 100 nemendur þar sem íþróttir og hreyfing eru í lykilhlutverki. Skólinn stuðlar mikið til íþróttaiðkunar og eru allir hvattir til að taka þátt í íþróttalífinu sem hér er upp á að bjóða. Allir nemendur hafa frían aðganga að íþróttahúsinu sem býður upp á líkamsrækt, sundlaug og íþróttasal, kjöraðstöðu til að æfa sig, hafa gaman og hreyfa sig daglega.

 

Mánudaga til fimmtudaga eru skipulagðir íþróttatímar eftir skóla

Mánudaga til fimmtudaga eru skipulagðir íþróttatímar eftir skóla, kl 16-17 og 17-18, þar sem kennarar setja saman fjölbreyttar æfingar. Má þar nefna blak, fótbolta, þrek og margt fleira. Auk þess býður skólinn upp á íþróttafræðibraut fyrir þá sem vilja sérhæfa sig í íþróttum og heilsufræði. Í vetur eru verklegir áfangar í körfubolta og frjálsum íþróttum í boði fyrir alla sem hafa áhuga, óháð námsbraut.

 

 

Nemendur taka virkan þátt í að móta íþróttalífið 

Nemendur taka einnig virkan þátt í að móta íþróttalífið. Íþróttanefnd skólans, sem er kosin af nemendum, skipuleggur fjölbreytta viðburði. Stærsti viðburðurinn er Laugadeildin, skemmtileg innanskólakeppni þar sem sex manna lið keppa í ýmsum greinum eins og handbolta, blaki, boccia og dodgeball sem keppt var í síðast og gekk það með góðum hætti, alls voru 7 lið sem tóku þátt.

Ef ekkert af skipulögðu íþróttaviðburðunum vekur áhuga þinn, þá eru nemendur líka duglegir að taka frumkvæði sjálfir. Oft safnast hópur saman, nýtir íþróttahúsið þegar það er laust eða fer út á völlinn til að spila og hreyfa sig í þeim íþróttum sem þau velja sjálf.


Hvort sem þú ert mikil keppnismanneskja eða vilt bara njóta þess að vera með, þá er alltaf eitthvað fyrir þig á Laugum

Frétt: Agnes Nótt Þórðardóttir 

Deila