Gott félagslíf blómstrar í Laugaskóla  

Birt 19. september, 2025

Gott félagslíf blómstrar í Laugaskóla  

Það má segja að félagslífið byrji vel þessa haustönnina. Við fengum til okkar stóran hóp nýnema sem kom skólanum loks í yfir 100 nemendur sem gerir það að verkum að þegar haldnir eru viðburðir þá mæta fleiri og myndast meiri og skemmtilegri stemmning.  

Frá upphafi skólaárs hafa verið haldnir margir skemmtiviðburðir, má þar nefna Kareoke – kvöld, sundlaugarpartý og fyrstu keppni Laugadeildarinnar. Allir þrír hafa slegið rækilega í gegn og óhætt að segja að það ríki tilhlökkun fyrir framhaldinu.  

Nýnemar eru jákvæðir og skemmtilegir  

Það er gaman að sjá hvað nýnemarnir eru jákvæðir og opnir. Þeir leggja sig fram við að taka þátt í öllum þeim viðburðum sem haldið hefur verið upp á. Með þessu áframhaldi er ljóst að önnin mun vera viðburðarík og fjörug. Einnig eru nýnemarnir alveg ófeimnir við að koma skemmtilegu hugmyndunum sínum á framfæri og reynir nemendaráðið að koma þeim öllum í verk. 

 Frétt:  Sara Margrét og Nathalia Lind 

Deila