Birt 18. september, 2025
Píeta samtökin eru á ferðalagi um landið með fræðsluna Segðu það upphátt!
Þau komu til okkar miðvikudaginn 17. september með erindi fyrir nemendur og starfsfólk FL.
Í fræðslunni er lögð áhersla á vonina, lausnir og bjargráð þar sem Tómas Daði Bessason sálfræðingur og Birna Rún Eiríksdóttir leikkona ræða um líðan og tilfinningar á léttum og uppbyggilegum nótum. Það er þó gott að hafa í huga að umræðan um andlega líðan getur eðlilega vakið upp tilfinningar hjá fólki og því viljum við upplýsa ykkur um erindið.
Einnig viljum við benda á stoðþjónustu skólans en Eygló náms- og starfsráðgjafi er nemendum innan handar alla virka daga, Elín Eydís sálfræðingur er seinni partinn á þriðjudögum og Jóna hjúkrunarfræðingur er eftir hádegi á miðvikudögum.
Nemendur geta pantað sér tíma hjá þeim á Teams og foreldrar geta óskað eftir samtali í síma 4646300 eða si.ragual@olgye.