Birt 15. september, 2025
Nemendur á öðru og þriðja ári við Framhaldsskólann á Laugum heimsóttu Háskólann á Akureyri á opna háskóladaginn þann 10. september síðastliðinn, þar sem allt nám sem hægt er að stunda við HA var kynnt. Þar gátu nemendur skoðað og kynnt sér námið betur og rætt við núverandi nemendur um skólann og félagslíf. Einnig var skoðunarferð um skólann og í lokin var boðið upp á pizzu og drykki. Nemendur héldu svo heim á leið sáttir með vel heppnaða ferð.
Snædís Tinna Sveinsdóttir
Helga María Halldórsdóttir