Mánudagsminning

Birt 10. febrúar, 2025

Í tilefni þess að skólinn verður hundrað ára í október á þessu ári þá bjóðum við ykkur í ferðalag 

í gegnum stórbrotna sögu skólans með vel völdum minningarbrotum sem við köllum mánudagsminning.

Við þiggjum einnig myndir á netfangið si.ragual@ragual til þess að stækka hjá okkur ljósmyndasafnið.

Einu sinni Laugamaður, ávallt Laugamaður!

Nemendur á tjörninni árið 1939.

Nemendur á tjörninni árið 2022.

Laugamannasöngur 

Þegar himininn blakknar mín hrapstjarna skín
þá fer hugurinn aftur að leita til þín.
Nú er fjarri og gleymd okkar stefnumótsstund
enginn staður á jörðu sem man okkar fund.
Manstu vetrarins spá, hvers þú spurðir mig þá
þegar spor lágu í snjónum við Reykjadalsá.
Nú er veturinn liðinn og löngun mig ber
heim að Laugum á slóðir sem gekk ég með þér.

 

 

 

 

 

 

 

Deila