Glænýr áfangi í Framhaldsskólanum á Laugum

Birt 15. janúar, 2025

Miðlunartækni er glænýr áfangi í Framhaldsskólanum á Laugum. Námsráðgjafi skólans Sigríður Valdimarsdóttir sér um áfangann ásamt ritara skólans Sólborgu Matthíasdóttur og áfangastjóranum Halli Birki Reynissyni.

Í Miðlunartækni fá  nemendur meðal annars tækifæri til þess að sjá um samfélagsmiðla skólans og sjá alfarið um að búa til auglýsingar fyrir skólann sem meðal annars birtast á YouTube, Instagram og á Facebook sem kostaðar auglýsingar.

Nemendur skipta sér í hópa eftir áhugasviði og erum við meðal annars með Tik Tok hóp og hóp sem sér um að skrifa handrit fyrir komandi auglýsingar ásamt því að sjá um upptökur og klippingu á myndböndum.

Við mælum með því með að fylgja okkar skóla á Tik Tok og á instagram til þess að sjá spennandi verkefni sem þau eru að sjá um á næstunni ásamt því að líka við facebook síðu skólans þar sem við erum dugleg að setja inn nýjustu fréttir af viðburðum og daglegu lífi Framahaldsskólans á Laugum.

Hægt er að smella á helstu miðla skólans hér neðst á síðunni.

Við erum afar stolt af okkar nemendum og hér fyrir neðan er fyrsta myndbandið sem fór í birtingu sem nemendur í Miðlunartækni sáu alfarið um að búa til.

Deila