Grunnskólamót

Birt 10. október, 2024

 

Hlaupið og hrópað í íþróttahúsinu

Íþróttahúsið á Laugum iðaði af lífi þann 27. september þegar grunnskólamót var haldið hjá okkur í Framahldsskólanum á Laugum. Á mótið komu alls um tvö hundruð nemendur frá ellefu grunnskólum á svæðinu frá Þelamörk og austur á Vopnafjörð.  Keppt var í fjölda íþróttagreina meðal annars í þrautabraut, blaki, dodgeball og körfubolta. Starfsfólk ásamt nokkrum nemendum Framhaldsskólans á Laugum buðu öllum upp á kjúklingaborgara að móti loknu og nemendur í níunda og tíunda bekk fengu kynningu á skólanum. Gestum var síðan boðið í feluleik á meðan hljómsveit sem nokkrir nemendur sáu um stillti upp fyrir balli sem haldið var í matsal skólans og margir dönsuðu og sungu með. Skemmtilegum degi og góðu kvöldi lauk síðan með gömlu góðu dönsunum.

Við í Framhaldsskólanum á Laugum þökkum öllum innilega fyrir komuna. 

Frétt – Arndís Björk Tryggvadóttir  

Myndir – Sara Rún Sævarsdóttir 

 

 

Deila