Birt 23. september, 2024
Þessa vikuna stendur yfir Íþróttavika Evrópu í Framhaldsskolanum á Laugum. Dagskráin er glæsileg eins og sjá má hér fyrir neðan. Íþróttabrautin, ásamt fleirum munu sjá um framkvæmd mótsins en einnig sjá nemendur um að manna önnur störf eins og til dæmis sjoppuvaktir, aðstoð í eldhúsi, skólakynningar og kvöldskemmtun.
Dagskrá Íþróttaviku Evrópu – Framhaldsskólinn á Laugum
23. september kl. 16:30 Skotbolti
23. september kl. 17:30 Badminton
24. september kl. 16:00 Blak
24. september kl. 17:00 Fótbolti
25. september kl. 16:00 Körfubolti
25. september kl. 17:00 Bandý
26. september kl. 16:00 Blak
26. september kl. 17:00 Badminton
27. september kl. 12-21. Grunnskólamót FL – Aðalviðburður íþróttavikunnar
FL stendur fyrir Grunnskólamóti í íþróttahúsinu á föstudaginn. Þar er 11 grunnskólum á svæðinu frá Þelamörk og austur á Vopnafjörð boðið hingað á Laugar til að keppa í fjölda íþróttagreina og leikja og hafa gaman saman. Áætlað er að það komi milli 150 – 200 nemendur í heimsókn.
12:00 Hádegismatur fyrir þá sem koma langt að
13:00 Þrautabraut
13:30 Dodgeball
15:00 Körfubolti
16:30 Blak
17:30 Sund
18:30 Kvöldmatur fyrir alla
19:30 Kvöldskemmtun
21:00 Mótslok