Mugison á Laugum

Mugison snýr aftur eftir 30 ára hlé 

Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, hélt tónleika síðastliðinn þriðjudag í Þróttó, gamla íþróttahúsinu á Laugum. Hann þekkir umhverfið vel á Laugum þar sem hann var eitt sinni nemandi í framhaldsskólanum og voru margir af áhorfendum gamlir skólafélagar og vinir hans. Á milli laga rifjaði hann upp nokkrar af gömlu góðu stundunum sem hann átti hér á Laugum og það leit ekki út fyrir að áhorfendur hefðu neitt á móti því.  

Hver er Mugison ? 

Mugison er íslenskur tónlistarmaður sem ólst að hluta til upp í Hrísey en einnig hefur hann búið á Ísafirði og í Reykjavík. Hann fór í Framhaldsskólann á Laugum þegar hann var í tíunda bekk og var þar einnig á fyrsta ári en kláraði svo framhaldsskólanámið í MH. Einnig er hann með B.A. gráðu í upptökulist úr Middlesex Háskólanum í London.  

Aftur í Þróttó 30 árum síðar  

Að sögn Mugison hefur hann ekki komið á Lauga í sirka 30 ár eða síðan hann var í skóla hérna og hlakkaði mikið til að koma og spila aftur á sviðinu sem hann og vinir hans höfðu gert svo oft áður fyrr. Hann spilaði nokkur af nýrri lögum sínum eins og Kossaflóð og Stóra Stóra Ást sem og nokkra gamla smelli eins og Stingum Af og Kletturinn. Í lok tónleikanna var hent í myndatöku af Mugison og öllum skólafélögunum sem mættu.  

Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri 

Nemandi: Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir 

Deila