Birt 24. nóvember, 2023
Tónkvíslin er árleg söngvakeppni sem haldin hefur verið af Nemendafélagi Framhaldsskólans á Laugum frá árinu 2006. Keppninni er skipt upp í tvo flokka, annars vegar eru það keppendur frá Framhaldsskólanum, og hins vegar keppendur frá grunnskólum næsta nágrennis, allt frá Vaðlaheiði austur að Vopnafirði. Dómnefnd velur þrjú bestu atriðin frá framhaldsskólanum og þrjú bestu atriðin úr hópi grunnskólanna.
Allt til ársins 2016 var Tónkvíslin forkeppni fyrir Söngkeppni framhaldsskólanna eða þar til Nemendafélag FL dró sig úr keppninni í byrjun 2016, ásamt nokkrum öðrum framhaldsskólum. Í ár er keppnin haldin laugardaginn 25. nóvember og er sigurvegari keppninnar fulltrúi Framhaldsskólans á Laugum í Söngkeppni framhaldsskólanna. Það er því mikils til að vinna með sigri í keppninni í ár.
Smelltu á myndina til þess að sjá hana stærri