Trúir þú á draugasögur ?

Draugasögur á Laugum  

Skólahald á Laugum hófst árið 1925. Þetta er mjög gamall skóli, og það eru til margar draugasögur sem gerðust hér á Laugum. Á efstu hæð í gamla skóla er vinnustofa sem kallast Sigurðarstofa, þessi vinnustofa var eitt sinn heimavist. Það eru enn svefnherbergi innst inni á þessari vinnustofu, en þau eru ekki í notkun lengur. Ef litið er undir dýnurnar inn í herbergjunum er hægt að finna draugasögur frá gömlum nemendum sem eitt sinn bjuggu á þessari heimavist. Hér eru nokkrar sögur sem við fundum undir dýnunum. 

„Halló, halló! Ég heiti Birna og ég var hérna á fyrsta ári eftir áramót, sem sagt 2000! Sá sem verður í þessu herbergi næst og sér þetta… þá er ógeðslega pirrandi hljóð í veggjunum… eins konar bank. Mér var sagt að hafi maður dáið hérna.“ 

„Einu sinni voru tvær stelpur hérna, Una og Steina. Þær fóru á Álfastein eitt sinn þegar hann var opinn. Áður en hann var gerður upp. Það var allt út um allt, allar dyr opnar og dót, föt, bækur, ljósmyndir út um allt á ganginum og inn í herbergjunum. Þessi vist var lokuð þetta ár… og hafði verið lokuð í 3-4 ár. Það hafði augljóslega eitthvað gerst á Álfa. Eitthvað svakalegt. Það var sem allir höfðu bara hlaupið út í einu. Þegar þær fóru svo að spyrja kennarana hvað hafði gerst þá svöruðu allir: ,,við tölum ekki um það…“ En sögur segja að mikill draugagangur hafi verið á Álfasteini og á endanum hafi húsgögn verið farin að hreyfast. Sagan segir að eitt kvöldið hafi draugagangurinn orðið svo mikill, húsgögn farin að takast á loft og hurðir skellast. Það kvöld flúðu allir vistina og af draslinu að dæma sneri ekkert þeirra aftur. Enn þann dag er mikill umgangur á háaloftinu í Álfa.“ 

 „Ef þú/þið farið í þróttó að kvöldlagi eftir kvöldkaffi, er mjög líklegt að þið heyrið umganginn á háaloftinu, þið gætuð þurft að bíða í alveg klukkutíma eða meira, en það er þess virði, þið heyrið það alveg greinilega að það er einhver að labba um þar.“ 

„Ekki synda í sundlauginni niðri! Heiðar ráfar ennþá um gangana! (sonur fimleikakennarans).“ 

„Blásið móðu á gluggana, einn daginn munuð þið rekast á handafar eftir barna svona 3-6 ára.“ 

Eins og sjá má þá eru margir Lauganemar sem hafa upplifað einhvers konar draugagang og enn í dag er talað um að heyra umgang í kringum vistirnar.

Nemendur: Ólavía Steinunn Jóhannsdóttir og Guðrún Kolbrún Gabríelsdóttir.

Smelltu á myndirnar til þess að sjá þær stærri 

Deila