Útskriftarferð

Útskriftarferð 

Útskriftarhópur Framhaldsskólans á Laugum 2024 fór síðastliðinn október í útskriftarferð til Lloret de Mar. Lloret de Mar er skemmtilegur bær sem er staðsettur á Costa Brava-ströndinni í Katalóníu, norðvestur af Barcelona, á Spáni. Ólíkt öðrum skólum fer útskriftarhópur Laugaskóla í útskriftarferðina sína snemma á þriðja skólaárinu, á meðan aðrir skólar fara í sína ferð eftir útskriftina sjálfa. Í ferðinni voru samtals 30 krakkar, ásamt tveimur starfsmönnum og mökum þeirra. Ferðin var 10 dagar, og hér verður sagt frá menningarlegum ferðum sem hópurinn fór í.  

Horrorland 

Horrorland er garður sem hópurinn fór í sem er staðsettur aðeins 15 mínútum frá Barcelona. Garðurinn er aðeins opinn að hausti, að þessu sinni frá 12. október til 18. nóvember, og er þetta fimmta árið sem hann er opinn. Í garðinum eru sjö hús þar sem hrætt er líftúruna úr gestunum og svo einnig básar út um allan garð. Í lokin er stórt skemmtiatriði þar sem allir leikararnir úr öllum garðinum safnast saman og kveðja fólkið og er það stórkostlegt atriði. Allir krakkarnir skemmtu sér konunglega og eiga þau margar skemmtilegar minningar eftir garðinn og margar sálir eru skelkaðar eftir alla hrekkina.  

Menningarferð til Barcelona 

Hópurinn fór einnig til Barcelona í menningarferð.  Byrjað var í molli þar sem krakkarnir fengu að labba um og versla, sumir krakkanna tóku þá ákvörðun að safnast saman og fóru á safn eða í dýragarð í byrjun áður en þau héldu ferðinni áfram í mollið. Ferðinni var svo heitið niður í bæ þar sem þau löbbuðu niður Römbluna og skoðuðu menninguna í Barcelona.

Nemendur: Bryndís Anna Magnúsdóttir og Bergþóra Sif Árnadóttir 

Deila