Félagslífið á Laugum, fyrsta mánuðinn.

Félagslífið á Laugum, fyrsta mánuðinn.  

Fjórða vika skólans er nú að enda. Félagslífið er að blossa upp og hefur margt gerst núna í byrjun skólans.  

Í annarri vikunni, 4-8. september, var margt skemmtilegt í boði fyrir nemendur. Sunnudaginn 3. september var haldið spilakvöld þar sem ýmis borðspil voru í boði. Síðan á mánudeginum var slip and slide vatnsrennibraut fyrir utan skólann þar sem nemendum var boðið að koma út og renna sér niður brekkuna hjá tröllaplani. Það var mjög góð mæting þrátt fyrir smá kulda. Á þriðjudagskvöldinu var haldin fyrsta vistakeppnin. Þá keppa heimavistirnar í alls konar keppnum yfir allan veturinn þar sem markmiðið er að reyna að ná sem flestum stigum. Í fyrstu keppninni var keppt í dodgeball þar sem hart var barist. Heimavistin Fjall/Draugasteinn ásamt utanvistar, nemendum unnu keppnina með 5 stig, Álfasteinn og mið Tröllasteinn með 3 stig og efsti og neðsti Tröllasteinn með 1 stig. Kvöldið eftir var fyrsti hittingur tölvuleikjafélagsins Fjölspilara FLandrarar á þessu skólaári þar sem nemendum var boðið að koma í gömlu laugina í Gamlaskóla  og taka þátt í mario kart móti þar sem voru veglegir vinningar fyrir sigurvegarann. Á fimmtudeginum var svo sundlaugapartý í sundlauginni um kvöldið og þar var spiluð tónlist og mikið fjör.  

Í þriðju vikunni, 11-14. september, var annar hittingur hjá Fjölspilara FLöndrurum og var spilað Super Mario Party. Á föstudeginum var Fancy Fössari, þar mættu nemendur í fínni fötum og Systa stærðfræði, íþrótta- og vinnustofukennari sá um tónlist eins og hún gerir á hverjum föstudegi. Sunnudaginn 17. september var movie kvöld niðri í gömlu lauginni og horft var á myndina Shrek 2. 

Þessi vika hefur verið ögn rólegri í félagslífinu. Vikan hófst á mönsdegi á mánudeginum. Þá var stjórn nemendafélagsins búin að koma fyrir borðum upp í Gamlaskóla og búin að dreifa nammi yfir allt borðið. Þegar nemendur mættu í skólann blasti við þeim allt góðgætið. Í gærkvöldi var svo önnur vistakeppni þar sem keppt var í fótbolta. Fjall vann með 5 stig, neðsti og efsti Trölli í öðru sæti með 3 stig og Álfi og mið Trölli með 1 stig. Eftir vistakeppninar eru Fjall og utanvist á toppnum og hin tvö liðin eru jöfn í öðru sæti.  

Nöfn nemenda: Arndís B og Hjördís Emma. 

Deila