Mín framtíð 2023

Dagana 16.– 18. mars 2023 mun Verkiðn halda Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynningu í Laugardalshöllinni í samvinnu við mennta- og barnamálaráðuneytið, sveitarfélög og fagfélög iðn- og starfsgreina.

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, Eygló Sófusdóttir og Olga Hjaltalín verða á staðnum ásamt nokkrum nemendum Framhaldsskólans á Laugum til að kynna starfsemi skólans.

Hér má sjá dagskrá og opnunartíma ásamt frekari fræðslu um viðburðinn: https://namogstorf.is/2023/03/09/min-framtid-opnunartimi-og-dagskra/

Deila