Sigurvegarar Tónkvíslar 2023

Það var líf og fjör á laugardagskvöldið þegar Tónkvíslin fór fram fyrir húsfylli í íþróttahúsinu á Laugum. Nemendur sáu til þess að keppnin væri hin allra glæsilegasta og allir keppendur stóðu sig vel og eiga hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu ásamt hljómsveitum kvöldsins. Við óskum sigurvegurum kvöldsins þeim Hrólfi Péturssyni og  Alexöndru Hermóðsdóttur innilega til hamingju með vel verðskuldaðan sigur.

Deila