Góðir gestir

Þann 23.mars fengum við góða gesti í Framhaldsskólann á Laugum þegar leikhópinn Stertabenda kom í heimsókn til okkar og setti upp sýninguna Góðan daginn, faggi.

Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur unnin upp úr dagbókum Bjarna Snæbjörnssonar frá yngri árum og fjallar á gamansaman en einlægan hátt um aðkallandi málefni tengd hinseginleika; skömm, öráreiti og drauminn um að tilheyra.

Höfundar og aðstandendur sýningarinnar eru hinsegin sviðslistafólk sem öll ólust upp á landsbyggðinni, Bjarni Snæbjörnsson leikari frá Tálknafirði, Axel Ingi Árnason tónskáld úr Eyjafjarðarsveit og Gréta Kristín Ómarsdóttir leikstjóri frá Hrísey.

Torsten Ulsig frá VIA háskóla í Danmörku kom einnig og kynnti námstækifæri þar í landi  Study in English at VIA University College | VIA

Við þökkum þeim kærlega fyrir  komuna á Laugar í Reykjadal.  

Deila