Sorgarfréttir frá Laugaskóla

Birt 4. febrúar, 2022

Sá hörmulegi atburður átti sér stað þann 2. febrúar sl. að nemandi okkar varð fyrir bíl og lést. Við erum öll harmi slegin vegna málsins og syrgjum góðan félaga og vin.
Við höfum fengið góðan stuðning frá öllu skólasamfélaginu á Íslandi og hefur Rauði krossinn auk námsráðgjafa, sálfræðinga, lækna og hjúkrunarfræðinga séð um áfallahjálp fyrir nemendur og starfsmenn. Séra Þorgrímur, sóknarprestur á Grenjaðarstað, hefur haldið kyrrðar- og bænastundir fyrir okkur.
Neyðarstjórn skólans hefur verið virkjuð. Við viljum leggja áherslu á að nemendur og starfsmenn nýti sér þá þjónustu sem er í boði innan veggja skólans.
Við þökkum fyrir fallegar kveðjur til skólans, hlýhug og aðstoð sem okkur hefur borist. Við sendum fjölskyldu hins látna okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Deila