Breyttur opnunartími á skrifstofu

Nú er önnur vika utan skóla hálfnuð og allt gengur samkvæmt áætlun. Örlitlar breytingar eru á opnunartíma skrifstofunnar og viðveran minni en á hefðbundnum skóladögum, vegna þess er ekki alltaf víst að svarað verði í síma 464-6300 en  við bendum á að það er hægt að hringja beint í símanúmer Bjössa skólameistara, 693-1774. 

Einnig er alltaf hægt að senda tölvupóst á si.ragual@attog, nemendur geta að venju alltaf sent skilaboð á Teams. Önnur netföng starfsmanna eru að finna hér 

Við erum ánægð með ykkur og vonum að þið séuð öll að fylgjast með okkur á TikTok (@laugaskoli) – þar má sjá bæði starfsmenn og kennara Laugaskóla finna sér ýmislegt, misgáfulegt, að gera. Það er jú nauðsynlegt að líta upp úr bókum, teygja úr sér og hlæja smá. 

Að lokum koma nokkur góð ráð fyrir nemendur í fjarnámi

1) RAMMAÐU INN DAGINN
Það skiptir miklu máli að halda áfram skólarútínunni. Fara á fætur á morgnanna og fara að sofa á skikkanlegum tíma. Hugaðu að fjölbreyttri næringu og hreyfingu.

2) FYLGSTU MEÐ KENNSLUVEFJUM
Farðu reglulega inn á kennsluvefi þeirra áfanga sem þú ert í. Mættu í fjarfundi þegar ætlast er til þess og vertu í góðu sambandi við kennarana þína.

3) SKIPULEGGÐU ÞIG
Skráðu niður öll þau verkefni sem þú þarft að vinna á einn lista. Skrifaðu niður skiladaga. Útbúðu raunhæfa tímaætlun fyrir daginn. Hvað ætlarðu að gera hvenær!

4) LEITAÐU AÐSTOÐAR
Ef eitthvað er óljóst og svörin er ekki að finna á kennsluvef, leitaðu þér þá strax aðstoðar hjá kennara, t.d. kennara á vakt á Teams. Náms- og starfsráðgjafi er til aðstoðar við skipulag, tímastjórnun og almenna líðan: hringdu, sendu tölvupóst eða skilaboð á Teams – hægt er að fá fjarfund í gegnum Teams.

5) BÚÐU ÞÉR TIL AFDREP
Fyrir marga getur verið skrítið að þurfa að læra heima. Búðu þér til afdrep þar sem þú getur verið í friði við að sinna náminu, nokkurs konar vinnustöð. Reyndu að skipuleggja þig þannig að þú getir unnið í lotum, óáreitt/ur.

Deila