Birt 16. mars, 2020
Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn.
Við viljum minna á að þrátt fyrir að nemendur séu heima hjá sér þá heldur skólastarfið áfram.
Skólafulltrúi er venju samkvæmt í vinnu frá 8:30-12:30 og svarar í síma og tölvupóst. (464-6300 & si.ragual@attog)
Þeir sem þurfa að ná í Maríu námsráðgjafa geta hringt í síma 464-6300, alla virka daga frá 8:30-12:30 og óskað eftir símatíma, sent tölvupóst á si.ragual@airam eða sent skilaboð í gegnum Teams.
Eins og við höfum áður nefnt er mikilvægt að nemendur haldi rútínu og sinni lærdómnum á vinnutíma, þ.e frá 9:10 – 15:30. Allar upplýsingar er varða námið koma inn á Moodle og/eða Teams og það er mikilvægt að nemendur fylgist vel með tilkynningum kennara.
Þrátt fyrir að nemendur geti ekki hitt kennara sína þá eru kennararnir við eins og á venjulegum skóladegi. Við hvetjum nemendur og foreldra/forráðamenn til þess að hafa samband við okkur hvort sem það eru fyrirspurnir varðandi námið eða einstök atriði.
Nemendur Laugaskóla standa frammi fyrir mikilli áskorun, hvað varðar ábyrgð og aga í námi og lífi, og nú er tíminn þar sem þið getið sýnt hvað raunverulega í ykkur býr. Við hjálpumst að við þetta og við hlökkum til að hitta ykkur að samkomubanni loknu.