Áríðandi tilkynning vegna COVID-19

Á blaðamannafundi sem haldinn var klukkan 11 í morgun tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að nú væri komið að því að setja á samkomubann og framhaldsskólum landsins verður lokað í 4 vikur vegna COVID-19. 

Það þýðir að skólastarf verður takmarkað hjá okkur frá og með mánudeginum 16. mars og næstu fjórar vikur. Bjössi skólastjóri kallaði nemendur og starfsfólk á fund kl 12 og fór yfir stöðuna hjá okkur.

  • Við létum nemendur vita að þeir þyrftu að fara heim til sín um helgina og munum við aðstoða þá ef þörf er á.
  • Nemendur eru komnir í fjarnám frá og með deginum í dag og kennarar munu hafa samband í gegnum kennsluvefi skólans.
  • Mikilvægt er að nemendur og forráðamenn fylgist vel með Innu, Moodle, tölvupósti og Teams. 
  • Nemendur eru beðnir um að ganga vel frá herbergjum sínum og muna eftir að taka með sér námsgögn.

Foreldar og forráðamenn fá sendar ítarlegri upplýsingar í tölvupósti. 

Deila