Birt 29. ágúst, 2019
Í gær, 28. ágúst var skólinn formlega settur í íþróttasal framhaldsskólans á Laugum. Gaman var að sjá nýja og gamla nemendur koma aftur eftir sumarfrí og koma sér fyrir á heimavistunum.
Nemendur mættu í morgun í Þróttó og Bjössi skólameistari fór yfir helstu atriðin með nemendum. Dagskráin næstu daga er óhefðbundin, en fyrstu dagarnir eru skipulagðir í hina ýmsu leiki og hópefli, því það er jú nauðsynlegt að hrista hópinn saman fyrir veturinn.
Á morgun, föstudag, verður farið í haustferðina og við leggjum af stað frá Laugum eftir kaffihressingu. Við byrjum á því að fara til Húsavíkur og þar geta nemendur verslað sér bækur sem þau þurfa fyrir skólaveturinn. Við leggjum svo leið okkar til Vopnafjarðar og tökum þátt í allskonar leikjum. Á Vopnafirði verður grillað og að lokum gistum við í íþróttahúsinu á Vopnafirði. Þessar ferðir hafa alltaf lukkast vel og eru góð byrjun á vetrinum. Nemendur fá lista um það sem þau eiga að taka með sér fyrir ferðina.
- Til nemenda – í haustferðinni verður Instagram leikur sem við hvetjum ykkur eindregið til að taka þátt í, þar verða ýmsar áskoranir og meðal annars þurfið þið að setja inn myndir með myllumerkinu #laugaskóli.
Við hlökkum til að byrja þennan vetur og erum hæstángæð með þessa byrjun!