Skólinn er loks að hefjast!

Undirbúningur skólaársins í fullum gangi og allt að verða klárt fyrir veturinn. Nú eiga allir nemendur og forráðamenn að vera búnir að fá sent upplýsingabréf þar sem farið er yfir helstu atriðin fyrir komandi skólaár.

Það sem þú þarft að vita:

  • Heimavistir verða opnaðar 28. ágúst klukkan 13:00 og nemendur sækja lykla og skrifa undir húsaleigusamning á skrifstofu skólans.
  • Best er að nemendur séu búnir að koma sér fyrir á heimavist fyrir skólasetningu.
  • Skólasetningin verður 28. ágúst klukkan 18:00 í íþróttahúsi skólans.
  • Foreldrar og forráðamenn velkomnir á skólasetningu og boðið að þiggja veitingar að henni lokinni.

Þróttó

Fimmtudaginn 29. ágúst byrjar skólahald og þá er mæting í morgunmat 8:40 og þaðan liggur leiðin yfir í Þróttó á fyrsta skólafund vetrarins, kl. 9:10.

Nýnemadagarnir okkar kallast „Brunnur“  og þessir dagar verða í gangi frá fimmtudegi – sunnudags. Ætlast er til þess að nemendur mæti þessa daga því það er nauðsynlegt að nemendur kynnist hver öðrum, sem og starfsfólkinu á þennan óhefðbundna og skemmtilega hátt.

Annars erum við orðin spennt að hitta ykkur og vonum að þessi vetur verði skemmtilegur og lærdómsríkur.

-gotta

Deila