Nemendur baka sjö laga vínartertu

Birt 9. desember, 2025

Þessa önnina hefur verið kenndur áfanginn um Vesturferðir Íslendinga með áherslu á vesturíslensku, þar sem menning og tungumál vestra í Nýja Íslandi er aðalviðfangsefnið. Námið er mjög fjölbreytt og verkefnavinna skapandi. Í nóvember sl. var svo ákveðið að baka vínartertuna, þjóðarrétt Vestur-Íslendinga, í 150 ár, sem fluttust vestur um haf. Ragna sem kennir áfangann og Kristján matreiðslumaður leiðbeindu í því ferli. Eins og áður þegar þessi áfangi hefur verið kenndur, höfðu nemendur gaman af þessari kvöldstund. Myndirnar tala sínu máli. 

 

 

 

Hér fyrir neðan má sjá innslag frá Rúv frá árinu 2022 þegar Landinn heimsóttir Framhaldsskólann á Laugum sem byrjar á mínútu 1.50.

Landinn heimsækir Framhaldsskólann á Laugum

Deila