Glænýr áfangi í Framhaldsskólanum á Laugum

Birt 15. janúar, 2025 Miðlunartækni er glænýr áfangi í Framhaldsskólanum á Laugum. Námsráðgjafi skólans Sigríður Valdimarsdóttir sér um áfangann ásamt ritara skólans Sólborgu Matthíasdóttur og áfangastjóranum Halli Birki Reynissyni. Í Miðlunartækni fá  nemendur meðal annars tækifæri til þess að sjá um samfélagsmiðla skólans og sjá alfarið um að búa til auglýsingar fyrir skólann sem meðal annars birtast á YouTube, Instagram og á Facebook sem kostaðar auglýsingar. Nemendur skipta sér í …Lestu áfram

Mánudagsminning

Birt 29. janúar, 2025 Í tilefni þess að skólinn verður hundrað ára í október á þessu ári þá bjóðum við ykkur í ferðalag  í gegnum stórbrotna sögu skólans með vel völdum minningarbrotum sem við köllum mánudagsminning. Við þiggjum einnig myndir á netfangið si.ragual@ragual  til þess að stækka hjá okkur ljósmyndasafnið. Einu sinni Laugamaður, ávallt Laugamaður!          

Gettu betur

Birt 8. janúar, 2025 Framhaldsskólinn á Laugum keppir við Fjölbrautarskóla Suðurlands á morgun þann 9.janúar kl. 19.50 á rúv.is. Við óskum nemendum okkar góðs gengis.    

Gleðilegt nýtt skólaár

Birt 5. janúar, 2025 Í dag kl.13.00 opna heimavistir skólans á ný eftir langt og gott jólafrí. Hægt er að nálgast nýja lykla á skrifstofu skólans þar sem vel verður tekið á móti nýjum sem og eldri nemum skólans.   Gleðilegt nýtt skólaár