Birt 9. desember, 2024
Nemendur á öðru ári eru að safna sér fyrir útskriftarferð næsta haust og seldu happdrættismiða í desember.
Í dag fóru þau á sýsluskrifstofuna á Húsavík og drógu í happdrættinu. Hér er listi yfir vinninga og númer vinningsmiða.
Handhafar vinningsmiða geta vitjað þeirra á skrifstofu skólans milli kl. 8:30-12:30 dagana 9.-13. desember.
Þá má líka hafa samband í síma 464-6300 til þess að gera ráðstafanir varðandi það hvernig nálgast má vinninginn utan þess tíma.
Nemendur þakka kærlega fyrir stuðninginn og óska vinningshöfum innilega til hamingju!