Skólafatnaður skólaársins 2024-2025 

Birt 7. nóvember, 2024 Ár hvert standa útskriftarnemar Laugaskóla fyrir sölu á skólafötum til fjáröflunar fyrir útskriftarferð sem var að þessu sinni farin í októbermánuði..  Í ár fóru auk venjulegu hettupeysunnar einnig stuttermabolir og renndar hettupeysur í sölu án þess að logo styrktaraðila væru áprentaðar með það í huga að flíkurnar yrðu stílhreinni og fjáröflun yrði sem hagstæðust.   Að gefnu tilefni vildi útskriftarhópurinn gera grein fyrir styrktaraðilunum í þessari …Lestu áfram

Umsókn um skólavist

Birt 2. nóvember, 2024 Þann fyrsta nóvember opnaði fyrir innritun á vorönn 2025. Sótt er um hér Innritun – Innritun í Framhaldsskóla. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember. Þar sem nokkrir nemendur eru komnir mjög nálægt námslokum verða örfá pláss laus í skólanum á vorönn. Skólinn býður upp á samfelldan skóladag, verkefnabundið nám í vinnustofum, heimavist, magnaða íþróttaaðstöðu og rífandi félagslíf. Skólinn býður upp á almenna, félagsvísinda-, íþróttafræði-, kjörsviðs- og náttúruvísindabraut. Allt …Lestu áfram

Hrekkjavaka Framhaldsskólans á Laugum

Birt 14. nóvember, 2024   í gær þann 31. október var hrekkjavaka hjá okkur á Laugum. Skólinn var skreyttur með hryllingslegum skreytingum og fjölbreyttir búningar iðuðu um allt. Við skólalok var haldin graskersútskurðarkeppni í Laugadeildinni á vegum skemmti- og íþróttanefndar. Starfsfólk eldhússins sáum um úrslit úr þeirri keppni. Kvöldið endaði síðan með góðu hrekkjavökuballi þar sem úrslit úr búningakeppni skólans fór einnig fram og sáu þrír starfsmenn skólans um að …Lestu áfram