Hrekkjavaka Framhaldsskólans á Laugum

Birt 14. nóvember, 2024

 

í gær þann 31. október var hrekkjavaka hjá okkur á Laugum. Skólinn var skreyttur með hryllingslegum skreytingum og fjölbreyttir búningar iðuðu um allt. Við skólalok var haldin graskersútskurðarkeppni í Laugadeildinni á vegum skemmti- og íþróttanefndar. Starfsfólk eldhússins sáum um úrslit úr þeirri keppni. Kvöldið endaði síðan með góðu hrekkjavökuballi þar sem úrslit úr búningakeppni skólans fór einnig fram og sáu þrír starfsmenn skólans um að velja besta búninginn, besta hópbúninginn og fyndnasta búninginn.

Fréttaskrif – Arndís Björk Tryggvadóttir 

Myndir – Sara Rún Sævarsdóttir 

Deila