Nemendum Framhaldsskólans á Húsavík boðið í heimsókn.

Birt 30. nóvember, 2017

Í gær, miðvikudaginn 29. nóvember, fengum við nemendur frá Framhaldsskólanum á Húsavík í heimsókn til okkar. Byrjað var á því að keppa í capture the flag, sem endaði með jafntefli. Eftir keppnina fóru allir og fengu sér vöfflur í boði skólans. Svo var spurningakeppni í Þróttó þar sem að Húsvíkingar fóru með sigur af hólmi. Í lokin fóru flestir í feluleik í gamla skóla og síðan kvöddu Húsvíkingar. Við þökkum Húsvíkingum kærlega fyrir komuna. 

(DR)

Myndir tók Birkir Þór Björnsson

Deila