Í dag 16.nóvember, heimsótti fulltrúi okkur frá Bjargráði.

Í dag fengum við góða heimsókn í skólann. Það var hann Stefán Júlíus Aðalsteinsson fra Bjargráði sem hélt stuttan fyrirlestur um skyndihjálp. Bjargráður er félag læknanema í endurlífgun sem stofnað var árið 2013. Markmið félagsins er að heimsækja framhaldsskóla um allt land og kynna bæði endurlífgun og hvernig skuli ná aðskoðahlut úr hálsi. Þessi kynning var vel heppnuð og hafði hann orð a því að nemendur okkar hefðu góðan grunn í þessum fræðum og kynnu allflest aðalatriðin. Það er þó alveg nauðsynlegt að rifja þessi fræði upp reglulega svo hægt sé að bregðast rétt við lendi menn í svona aðstæðum. (ÁG)

Við þökkum Stefáni kærlega fyrir komuna í Framhaldsskólann á Laugum!

Deila